Örn Helgason og Haraldur Páll Gunnlaugsson

Móttekin: 16. september 2004 - Vefútgáfa: 18. janúar 2005

Ágrip

Á þessu ári hafa tvö geimför lent heilu og höldnu á yfirborði Mars. Með í för voru margvísleg mælitæki og m.a. svonefndur Mössbauergreinir, lófastór að stærð. Þegar hafa borist allmörg Mössbauerróf til Jarðar sem gefa margvíslegar upplýsingar um steindir á yfirborð reikistjörnunnar. Í þessari grein verður fyrst sagt stuttu máli frá Mössbauertækninni, en síðan verður fjallað nánar um fyrstu rófin frá Mars og það sem þar sést verður borið saman við hliðstæð róf af íslensku bergi.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2004/2/07/]