Baldur Bragi Sigurðsson, Ágúst Kvaran, Jón K.F. Geirsson, Sigríður Jónsdóttir

Móttekin: 22. janúar 2004 - Vefútgáfa: 16. ágúst 2004

Ágrip

Undanfarin misseri hafa á Raunvísindastofnun Háskólans verið smíðaðar og rannsakaðar 2,5,5-þrísetnar-1,3-díoxan afleiður. Rannsóknirnar beindust að hegðun sameindanna í lausn. NMR litrófsgreiningar, hermun á NMR gögnum með tölvuforriti og líkanreikningar voru meðal þeirra aðferða sem notaðar voru. Niðurstöður á rannsóknum nokkurra sameinda eru kynntar hér.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2004/1/02/]