Móttekin: 9. desember 2010 - Vefútgáfa: 29. desember 2010
Fjarreikistjörnur eru reikistjörnur utan okkar sólkerfis. Uppgötvun þeirra er eitt stærsta skref sem stigið hefur verið í stjörnufræði undanfarna tvo áratugi. Eiginleikar fjarreikistjarna gefa mikilvægar vísbendingar um þróun og myndun sólkerfa. Leitin að fjarreikistjörnum er einnig samofin leitinni að lífi utan jarðar. Hér verður greint frá helstu leitaraðferðum sem notast er við, stiklað á stóru um eiginleika þekktra fjarreikistjarna og greint frá nokkrum áhugaverðum sólkerfum. Að lokum verður fjallað um þá geimsjónauka sem notaðir eru við rannsóknir á fjarreikistjörnum.
sækja grein (pdf) [raust.is/2010/1/10/]