Ottó Elíasson og Páll Jakobsson

Móttekin: 6. ágúst 2010 - Vefútgáfa: 3. desember 2010

Ágrip

Frá alda öðli hafa sótt á okkur spurningar um náttúruna, gerð hennar, eðli og örlög. Samhliða miklu m framförum í tækni og vísindum á síðustu áratugum hefur heimsmynd okkar tekið örum breytingum. Fyrir okkur hefu r alheimurinn margfaldast að stærð. Með hjálp geimsjónauka á borð við Wilkinson Microwave Anisotropy Probe er ok kur mögulegt að safna upplýsingum um hinn stóra alheim. Með hjálp almennu afstæðiskenningarinnar og skammtafræði hendum við reiður á gögnunum og mótum með þeim heimslíkön sem lýsa þróun alheims og örlögum hans. Meginefni þes sarar greinar eru Friedman-Lemaître-Robertson-Walker heimslíkön. Þau eru grunnurinn að þeirri mynd sem við höfum af alheimi í dag, þróun hans og samsetningu. Í upphafi greinarinnar er drepið lítið eitt á forsendur nútíma hei msfræði; grunnforsenduna, eðli útþenslunnar og því hvernig lýsa megi gerð tímarúmsins. Kannaðar verða þær jöfnur sem liggja til grundvallar og mælistikur sem stjarneðlisfræðingar nota í umfjöllunum um þessi mál ræddar. Til a ð öðlast tilfinningu fyrir áhrifum ólíkra þátta efnisheimsins á þróun alheims er gagnlegt að skoða einföld heims líkön. Það hjálpar okkur að skilja alheiminn. Heimurinn þenst út með sívaxandi hraða og til eru staðir í alheimi sem fjarlægjast okkur nú þegar hraðar en ljóssið. Dag einn munu allar þær vetrarbrautir sem við sjáum nú, utan þeirra sem mynda grenndarhópinn, hverfa sjónum okkar og við sýnumst ein í miðju alheims.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2010/1/09/]