Hrönn Ólína Jörundsdóttir

Móttekin: 30. september 2009 - Vefútgáfa: 6. nóvember 2009

Ágrip

Mengun er frekar breitt hugtak en grundvallarskilgreiningin á mengun er að það er hlutur eða efni sem er til staðar í náttúrunni eða efni sem er í hærri styrk en náttúrulegt er, vegna umsvifa manna. Mengun getur verið allt frá því að vera heitt vatn sem kólnar og hættir þá að vera mengun til þess að vera efnasamband sem hefur víðtæk og langvarandi skaðleg áhrif á umhverfið. Reginmunurinn á mismunandi mengun er hversu lengi efnið eða hluturinn er til staðar í umhverfinu sem mengun og hversu mikil áhrif mengunin hefur. í þessari grein verður aðalega fjallað um efnasambönd sem eru ekki náttúrulega til staðar í umhverfinu og brotna hægt niður. þessi grein fjallar aðallega um þrávirka lífræna mengun, styrk í íslensku umhverfi og þörf á frekari rannsóknum.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2009/1/11/]