Þorsteinn Vilhjálmsson

Móttekin: desember 2009 - Vefútgáfa: 27. janúar 2010

Ágrip

Segja má að aðdragandi skammtafræðinnar hafi byrjað í upphafi 19. aldar þegar atómhugtak nýaldar fór að mótast og er fróðleg saga þess rakin í greininni. Kringum aldamótin 1900 hófst svo það sem kalla má fyrra skeiðið í þróun skammtafræðinnar. Þá komust menn að því að atómið er ekki einsleit kúla heldur er það samsett á ákveðinn hátt úr kjarna og rafeindum. Um svipað leyti kom í ljós að tiltekin atriði í svarthlutargeislun og ljósröfun verða ekki skilin nema með því að gera ráð fyrir einhverskonar skömmtun og agnareðli rafsegulgeislunar. Atómlíkan Bohrs frá 1913 tengdi saman marga þræði þessarar þróunar. -- Eftir það hófst síðara þróunarskeiðið og rúmum áratug síðar varð skammtafræðin fullorðin í höndum manna eins og Heisenbergs og Schrödingers. Þeir settu þessa mikilvægu grein eðlisfræðinnar fram í þeirri mynd sem við þekkjum hana nú á dögum. Með framlögum þeirra verður til þjált, fjölhæft og fullgilt tæki eða kenning sem reynst hefur ótrúlega öflugt. -- Þróunin síðan er einskonar eftirmáli. Þó að skammtafræðin ráði ekki við verkefni sem varða afstæðiskenningu Einsteins hefur hún orðið afar mikilvæg í ýmiss konar hátæni í samfélögum nútímans. -- Þessi saga er rakin í grófum dráttum í greininni og rædd með hliðsjón af vísindasögu og vísindaheimspeki.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2009/1/08/]