Jón Tómas Guðmundsson

Móttekin: 7. mars 2009 - Vefútgáfa: 16. nóvember 2009

Ágrip

Rafgas kemur víða við sögu. Það gegnir veigamiklu hlutverki í alheimi, en mest af hinum þekkta alheimi er rafgas, þar með talið sólstjörnur, og vetnið í miðgeimsrúminu. Á jörðu niðri gegnir rafgas lykilhlutverki í margskonar iðnaði. Rafgas getur verið annað hvort hlutjónað eða fulljónað. Þrjár kennistærðir, þéttleiki agna, hitastig agna og ytra segulsvið lýsa rafgasi. Að auki er gjarnan notaður nokkur fjöldi afleiddra kennistærða þegar fjallað er um rafgas. Hér eru nokkrar þessara kennistærða skilgreindar og fjallað um helstu hugtök sem notuð eru til að lýsa eiginleikum rafgass eins og vindingstíðni og vindingsradíi, dreififöll, nærhlutleysi, vegalengd Debye, rafgastíðni, slíður, meðalsnerta og árekstratíðni. Þá er fjallað stuttlega um hvar rafgas kemur fyrir.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2009/1/07/]