Páll Jakobsson og Birgir U. Ásgeirsson

Móttekin: 6. október 2009 - Vefútgáfa: 27. október 2009

Ágrip

Eftir að fyrstu hýsilvetrarbrautir gammablossa fundust, komu strax fram vísbendingar um að blossarnir tengdust endalokum massamikilla sólstjarna. Þar með mótaðist hugmyndin um tengsl gammablossa við þróun vetrarbrauta og stjörnumyndun í alheimi. Í þessari grein verður stiklað á stóru í sögu rannsókna á hýslum. Spurningunni um það hvort hýslar sem safn séu vel skilgreindir verður svarað og eiginleikum þeirra lýst. Skýrt verður frá óhlutdrægu safni tæplega 70 hýsla en gagna um þá var aflað með risasjónaukunum Very Large Telescope (VLT) í Chile. Að lokum verður fjallað um hermireikninga sem lýsa þróun stórgerðar alheims og myndun vetrarbrauta. Þar var reynt að greina vetrarbrautir sem líklegar væru til að hýsa blossa og bera niðurstöður reikninga saman við þekkta eiginleika hýslanna.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2009/1/04/]