Móttekin: janúar 2009 - Vefútgáfa: 5. nóvember 2009
Svör nemenda við gagnvirkum krossaprófum voru rannsökuð til að meta lærdóm í gagnvirku umhverfi. Gögnin eru úr efnisveitu (www.tutor-web.net) sem notuð var í námskeiði í Línulegri algebru og tölfræði við Háskóla Íslands. Tölfræðilegar aðferðir eru þróaðar til að prófa og leggja mat á lærdóm nemenda í kerfinu. Aðal markmið rannsóknarinnar er að athuga hvort og þá hversu mikil áhrif gagnvirk krossapróf hafa á lærdóm nemenda. Marktæk fylgni er á milli einkunna nemenda í krossaprófunum og einkunnar þeirra á lokaprófinu. Með því að skoða framvindu hvers nemenda innan ákveðins efnis komu ýmis mynstur í ljós. Sér í lagi greindum við talsverða framför í endurteknum spurningum. Með því að skoða sérstaklega spurningar sem innihéldu slembnar tölur er staðfest að þessi framför er ekki eingöngu vegna þess að nemendur leggja svörin á minnið.
sækja grein (pdf) [raust.is/2009/1/03/]