Jón Tómas Guðmundsson

Móttekin: 28. apríl 2008 - Vefútgáfa: 3. nóvember 2008

Ágrip

Með sólarhlaði (e. solar cell) má framkalla rafstraum úr sólarljósi. Sólarhlöð eru framleidd úr hálfleiðandi efnum. Hálfleiðarinn er íbættur þannig að samskeyti eru mynduð á milli holu- (p-leiðandi) og rafeindaleiðandi (n-leiðandi) hálfleiðara. Hér er farið er yfir grunnuppbyggingu sólarhlaða, hönnun og rafeiginleika. Helstu kennistærðir sólarhlaða eru skilgreindar og þær bornar saman fyrir nokkrar gerðir sólarhlaða. Algengast er að sólarhlöð séu framleidd úr einkristalla, fjölkristalla eða myndlausum kísli (Si). Sólarhlöð úr samsettum III-V hálfleiðurum eru í stöðugri þróun og fjölskeytasólarhlöð (með nokkrum samskeytum) hafa sýnt háa nýtni, en eru dýr í framleiðslu. Sólarhlöð úr hálfleiðandi fjölliðum gefa vonir um að hægt sé að framleiða ódýr sólarhlöð með hefðbundinni prenttækni, en ennþá er nýtni þeirra þó fremur lítil.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2008/1/08/]