Móttekin: 7. nóvember 2008 - Vefútgáfa: 19. nóvember 2008
Lýst er nýrri aðferð, til að örva flúrljómun í lífrænum sýnum, sem byggir á notkun bylgjuleiðara. Örvunarljósið er bundið í þunnu ljósleiðandi lagi við yfirborð örflögu. Kápu ljósleiðarans mynda sýnið í vatnslausn á annan veginn og plastefni með brotstuðul áþekkan vatni á hinn. Þetta gefur samhverfan bundinn sveifluhátt í bylgjuleiðaranum sem dvínar samkvæmt vísisfalli frá yfirborði flögunnar og inn í sýnið. Seilingu ljóssins má stilla með vali á þykkt og brotstuðli bylgjuleiðarans. Aðferðin hentar vel til rannsókna á yfirborðsbindingu ljósvirkra efna, efnaflutningi yfir frumuhimnur, víxlverkun fruma við yfirborð, o.fl.
sækja grein (pdf) [raust.is/2008/1/07/]