Einar H. Guðmundsson

Móttekin: 12. ágúst 2008 - Vefútgáfa: 10. október 2008

Ágrip

Í þessari grein er gefið yfirlit yfir sögu stjörnuathugana og   stjarnmælinga á Íslandi frá miðöldum til upphafs upplýsingaraldar í kringum   1750.  Fyrstu tveir kaflarnir fjalla um ýmis algeng stjarnmælingatæki sem   notuð voru fyrir daga sjónaukans og er athyglinni beint sérstaklega að   Íslandi, þar sem kvaðranturinn var í aðalhlutverki. Síðan er lýst fyrstu   kynnum íslenskra stúdenta af sjónpípunni í Kaupmannahöfn um miðja sautjándu   öld og fjallað um upphaf stjarnmælinga með sjónaukum hér á landi árið 1721.   Þar var Magnús Arason landmælingamaður í aðalhlutverki, en hann hafði lært   stjörnufræði hjá Ole Rømer. Háskólinn í Kaupmannahöfn kemur talsvert við   sögu í greininni, enda var hann þjóðarskóli Íslendinga um fjóðrung þess tíma sem frásögnin spannar.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2008/1/02/]