Katrín Guđjónsdóttir, Ólafur S. Andrésson og Bjarni Ásgeirsson

Móttekin: 26. nóvember 2005 - Vefútgáfa: 3. nóvember 2006

Ágrip

Kuldavirk ensím hafa ţann eiginleika ađ geta haldiđ kvikum hreyfingum sínum gangandi ţrátt fyrir litla varmaorku í umhverfi. Nákvćmlega hvernig slík kuldaađlögun gerist er ekki vel skiliđ. Viđ höfum gert markvissar stökkbreytingar á kuldavirkum alkalískum fosfatasa (AP) úr Vibrio bakteríutegund sem hafa einkum ţađ markmiđ ađ breyta hvötunargetu og stöđugleika ensímsins í átt ađ einkennum hitaţolnari afbrigđa. Í hvarfstöđ alkalískra fosfatasa eru ţrjú málmjónabindiset; M1, M2 og M3. Algengast er ađ í setum M1 og M2 séu Zn2+ jónir sem taka ţátt í hvötun. Í M3 er oftast Mg2+ jón sem auk ţess ađ taka virkan ţátt í hvötun hefur áhrif á stöđugleika ensímsins. Samanburđur á öllum rađgreindum AP ensímum hefur sýnt ađ ţćr amínósýrur sem tengjast málmjónum í setum M1 og M2, eru í öllum tilfellum varđveittar. Tvćr amínósýrur sem tengja Mg2+ jón í M3 set eru hinsvegar breytilegar í ólíkum AP. Asp153 / Lys328 í E. coli AP eru His116 / Trp274 í Vibrio AP og His / His í AP úr spendýraensímum. Viđ höfum breytt Trp 274 í Vibrio AP í histidín og ţar međ fengiđ ensím sem er eins og spendýraensímin hvađ varđar amínósýrur sem tengja málmjónir í M3. Viđ ţessa breytingu breyttist málmjón í M3 úr Mg2+ í villigerđ yfir í Zn2+. Hitastigsstöđugleiki virkniseta jókst ásamt ţví sem hvötunargeta minnkađi. Breytingin hafđi ekki áhrif á hitastigsstöđugleika annars stigs bygginga en breytti sýrustigsstöđugleika umtalsvert.

pdf sćkja grein (pdf) [raust.is/2007/1/12/]