Móttekin: 26. Ágúst 2005 - Vefútgáfa: 19. október 2006
Þekking á eiginleikum og byggingarþáttum sem gera ensímum kuldakærra lífvera mögulegt að starfa við lágt hitastig hefur aukist umtalsvert hin síðari ár. Kuldaaðlöguð ensím búa yfirleitt yfir meiri hvötunargetu en samsvarandi ensím lífvera sem aðlöguð eru hærra hitastigi, en eru jafnframt næmari gagnvart hita-afmyndun. Talið er að sveigjanleiki í byggingu þeirra gegni lykilhlutverki í aukinni virkni þeirra og skýri einnig minni stöðugleika. Þó skortir enn töluvert á skilning á eðli sveigjanleika kuldavirkra ensíma og tengslum við byggingarform. Nokkur ný þrívíddarform kuldaaðlagaðra próteina hafa verið kortlögð undanfarin ár. Samanburður á þessum formum við samsvarandi ensím úr lífverum sem aðlöguð eru hærra hitastigi hefur veitt innsýn í þá byggingarþætti sem stuðlað gætu að kuldaaðlögun. Í þessari grein verður greint frá helstu niðurstöðum nýlegra rannsókna á þessu sviði.
sækja grein (pdf) [raust.is/2007/1/11/]