Unnur Sigmarsdóttir, Carlos D. Magnússon, Arnar Halldórsson og Guðmundur G. Haraldsson

Móttekin: 15. maí 2006 - Vefútgáfa: 22. nóvember 2006

Ágrip

Fyrir um 15 árum tókst að smíða einsleit þríglýseríð sett hreinni eikósapentaensýru (EPA) og dókósahexaensýru (DHA) fyrir tilstilli kyrrsetts Candida antarctica lípasa (CAL). Efnasmíðin gaf ágætar heimtur og þríglýseríðin fengust í háum hreinleika. Nú hefur aðferðafræðin verið útvíkkuð fyrir smíðar á margvíslegum einsleitum þríglýseríðum með stuttum, meðallöngum og löngum keðjum af mettuðum fitusýrum, einómettaðri fitusýru og fjölómettuðum fitusýrum af bæði ómega-3 og ómega-6 gerð. Glýseról var esterað með jafn­gildi af óbundnum fitusýrum. Efnahvarfið var framkvæmt við 65°C og haft við undirþrýsting án leysis. Í öllum tilfellum fengust ágætar heimtur (94-98%) eftir hreinsun á einfaldri kísilsúlu. Öll myndefni voru sannkennd með 1H og 13C NMR mælingu, IR mælingu og frumefnagreiningu eða nákvæmri MS greiningu.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2007/1/09/]