Móttekin: 26. nóvember 2005 - Vefútgáfa: 13. desember 2006
Greint er frá eðli fjölljóseindajónunar og fjölljóseindamæliaðferðum lýst. Mælt var jónunarróf NO gass fyrir þriggja ljóseinda gleypni á bylgjutölubilinu 57600-58000 cm-1 sem svarar til D2Σ (v=2) ← X2 Π (v=0) rafeindaörvunar NO sameindarinnar. Skammtafræðilíkan var notað til að greina snúningsstuðla orkuríka ástands sameindarinnar. Þeir reyndust vera B' = 1.950 ± 0.008 cm-1, D' = 7*10-6cm-1 ± 2*10-6 og γ ' = 0.15 ± 0.10 cm-1.
sækja grein (pdf) [raust.is/2007/1/05/]