Móttekin: 1. mars 2007 - Vefútgáfa: 19. mars 2007
Þessi grein skýrir frá nýjum hugmyndum í heimspeki stærðfræðinnar. Sér í lagi er litið á það hvernig það gefur merkingu að líta á stærðfræði sem félagslega smíð. Formleg framsetning nær ekki utan um allt sem fram fer innan stærðfræðinnar, og formhyggja getur ekki svarað mörgum mikilvægum spurningum um stærðfræði, til dæmis: til hvers er stærðfræði, af hverju er hún áhugaverð? Ennfremur, þar sem mörg stærðfræðileg hugtök, eins og óendanleiki, svara ekki til þekktra hluta í náttúrunni, og hugtök þróast, sem og rannsóknaraðferðir og kröfur til sannanna, þá er spurt hvort gagnlegra geti verið að líta á stærðfræðileg hugtök sem félagslegar smíðar, frekar en platónskar frummyndir eða ævarandi sannleika.
sækja grein (pdf) [raust.is/2007/1/01/]