Jón Tómas Guðmundsson, Johan Böhlmark, Jones Alami, Kristinn Björgvin Gylfason og Ulf Helmersson

Móttekin 2. febrúar 2006 - Vefútgáfa 7. febrúar 2006

Ágrip

Örvun segulspætu með aflmiklum spennupúlsi, sem endurtekin er með tiltölulega lágri tíðni er nú að ryðja sér til rúms í efnistækni. Hér er fjallað um mælingar með Langmuirnema á dreifingu rafeinda í tíma og rúmi í segulspætu, sem örvuð er með spennupúlsi. Spennupúlsinn sem lagður er á skotmark (bakskaut) afhleðslunnar veldur rafeindaþéttleikapúlsi. Rafeindaþéttleikinn í púlsinum mælist ~1019m3 þar sem hann er hæstur í nálægð við skotmarkið. Rafeindaþéttleikapúlsinn færist síðan með jöfnum hraða frá skotmarkinu. Við sjáum einnig að hluti rafeindanna er hremmdur í segulgildru þar sem segulsviðsstyrkurinn er núll vegna ójafnvægi segulspætunnar. Þessi mikli rafeindaþéttleiki leiðir til þess að jónunarhlutfall spættra agna er afar hátt.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2005/1/07/]