Móttekin 22. febrúar 2005 - Vefútgáfa 7. oktober 2005
Mælingar með Norræna sjónaukanum á lit vetrarbrauta í þyrpingum eru notaðar til þess að varpa ljósi á myndun þyrpinganna. Svonefnt U-R litar-birtu línurit (e. colour-magnitude diagram) dregur vel fram stjörnumyndunarvirkni vetrarbrauta. Samanburður á slíkum línuritum fyrir þyrpingar með mismunandi rauðvik gefur mikilvægar upplýsingar um þróun þessara fyrirbæra.
sækja grein (pdf) [raust.is/2005/1/06/]