Helgi Tómasson

Móttekin 29. september 2004 - Vefútgáfa 30. desember 2005

Ágrip

Mælingum er safnað í tíma í þeim tilgangi að meta ákveðið ástand. Ástandið í þessu tilviki er það hlutfall þýðis sem svarar tiltekinni spurningu játandi. Gert er ráð fyrir að hlutfallið þróist með tímanum. Upplýsingar munu því úreldast ef mælingum er ekki safnað. Reglu Bayes má nota til að flétta saman gamlar upplýsingar við nýjar mælingar. Besta spá fæst með því að finna bestu leið til að vega saman eldri upplýsingar og nýjar mælingar. Sett er upp einfalt líkan og Bayes-tölfræði notuð til að rökstyðja val á vægi eldri upplýsinga. Sem sýnidæmi er aðferðinni beitt á niðurstöður skoðanakannana úr dagblaði.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2005/1/03/]