Móttekin: 2. september 2004 - Vefútgáfa: 20. desember 2004
Við gerum í stuttu máli grein fyrir endurbótum á strókalíkani sem mikið er notað við túlkun mælinga á glæðum gammablossa. Við sýnum meðal annars að orkuskot valda tímabundinni aukningu í birtu auk þess að hafa vel mælanleg áhrif á skautun ljóssins. Þetta gengur þvert á fyrri hugmyndir stjarneðlisfræðinga um áhrif orkusinnspýtinga á birtueiginleika eldstrókanna. Við notum nokkur þekkt dæmi um glæður gammablossa til að sýna hvernig líkaninu er beitt við túlkun mælinga.
sækja grein (pdf) [raust.is/2004/2/10/]