Ingvar H. Árnason og Pálmar I. Guðnason

Móttekin: 17. mars 2004 - Vefútgáfa: 16. ágúst 2004

Ágrip

Titilefnið 2,8,9-trioxa-3,5,7-trisila-1-titanaadamantan, 2 var smíðað með því að hvarfa saman [Ti(η5-C5Me5)Cl3] og cis-cis-(t-BuSi(OH)-CH2)3 í hexani í viðurvist Et3N sem basa. Ljósgult myndefnið var auðkennt með NMR og MS greiningum auk þess sem kristalbygging þess var ákvörðuð. Í ósamhverfri einingarsellu þess (þríhalla kristalkerfi, rúmgrúpa P(-1), Z=4) eru tvær sameindir sem hafa óháða legu innan kristalsins. Þær hafa auk þess verulega mismunandi tengihorn methyl hópa við Cp* fimmhringinn. Í annarri sameindinni eru þessi horn á bilinu 123° til 129° en sambærileg horn í hinni sameindinni eru frá 101° til 153° auk þess sem þau eru óreglulega dreifð innan kristalsins. Skammtafræðilegir reikningar gefa til kynna að í frjálsri sameind séu þessi horn á bilinu 124° til 127°. TiO3Si3C3 kjarninn í adamantanlíku búri efnis 2 hefur nær því C3v samhverfu. Uppröðun sameindanna í kristallnum er einkennandi fyrir hliðraða 'face-to-face π - π' stacking arómatísku η5-C5Me5 hringjanna.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2004/1/13/]