Ágústa Guðmundsdóttir og Helga Margrét Pálsdóttir

Móttekin: 1. desember 2003 - Vefútgáfa: 16. ágúst 2004

Ágrip

Í þessari samantekt er fjallað um frum skilgreiningu á virkni og eiginleikum nýstárlegs forms trypsíns úr Atlantshafsþorski (Gadus morhua), sem nefnt hefur verið trypsín Y, og erfðatæknilega framleiðslu þess í gersveppnum Pichia pastoris. Einnig er gerð grein fyrir framleiðslu áður skilgreinds þorska trypsíns I í bakteríunni E. coli og samanburði þess við náttúrulegt form ensímsins. Trypsín Y, ásamt sjö sambærilegum ensímum úr fiskum, tilheyrir nýjum flokki trypsína sem við höfum kosið að nefna flokk III og hefur það nafn hlotið alþjóðlega viðurkenningu. Ekkert ensím af flokki III hefur verið einangrað á náttúrulegu formi úr fiskunum sem þau finnast í heldur hafa þau eingöngu verið skilgreind út frá cDNA röðum. Sérstæðir eiginleikar trypsíns Y felast m.a. í breiðvirkni ensímsins auk virkni við óvenju lágt hitastig á bilinu 2-30 °C. Þessir eiginleikar trypsíns Y gætu reynst mikilvægir í iðnaði og er áhugi á að kanna notkunarmöguleika ensímsins síðar. Ekki er vitað til þess að áður hafi tekist að framleiða kuldaaðlöguð próteinkljúfandi ensím úr fiskum í örverum.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2004/1/12/]