Bjarni Ásgeirsson

Móttekin: 2. febrúar 2004 - Vefútgáfa: 16. ágúst 2004

Ágrip

Hvert prótein hefur eina tiltekna röð amínósýra sem ákvarðar eiginleika þess. Með stökkbreytingum á erfðaefninu verða skipti á einstaka amínósýrum í próteinum, og þannig skapast leið til að aðlaga eiginleika próteina sem best að aðstæðum og þörf hverrar lífveru. Við höfum greint amínósýruraðir tveggja kuldavirkra fosfatasa, annars vegar úr þorski en hins vegar úr kaldsjávarörveru af Vibrio stofni. Markmið rannsókna okkar er að finna tengsl milli tiltekinna amínósýra og kuldavirkra eiginleika. Til þess nýtum við m.a. spálíkan varðandi þrívíddarbyggingu ensímanna. Í kuldakæru ensímunum hefur vatnsfælnum amínósýrum hlutfallslega fækkað en skautuðum amínósýrum fjölgað. Hlutfallið (Ile+Leu)/(Ile+Leu+Val) hefur þó ekki lækkað, né Gly fækkað, eins og búast mátti við. Mismunur í innri samloðun, lengri yfirborðslykkjur og fleiri yfirborðshleðslur auka væntanlega hreyfanleika í sameindunum og þar með hvötunarvirknina. Ljóst er að mjög ítarleg og staðbundin amínósýrugreining er nauðsynleg, áður en fullur skilningur fæst.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2004/1/09/]