Móttekin: 6. janúar 2004 - Vefútgáfa: 16. ágúst 2004
Ensímið trypsín úr nautabrisi (EC 3.4.21.4) var tengt við þrjár mislangar kítósanafleiður með aðstoð vatnsleysinna karbódíimíðefna. Markmiðið var að rannsaka hvort slíkar breytingar hafi áhrif á stöðugleika próteinasans við hitun og geymslu. Aukinn stöðugleiki próteina er áhugaverður í tengslum við notkun próteina sem lyfja, til að auka geymsluþol ensíma og við hvötun efnahvarfa við hærri hitastig. Niðurstöðurnar sýndu að trypsín tengt 7-8 eininga kítósanfáliðum gaf mestan stöðugleika. Helmingunartíminn ensímvirkninnar jókst um 60% við 60°C og um 130% við 50°C. Virkjunarorka afmyndunar jókst einnig um 17%.
sækja grein (pdf) [raust.is/2004/1/07/]