Arnar Halldórsson, Carlos D. Magnússon og Guðmundur G. Haraldsson

Móttekin: 13. apríl 2004 - Vefútgáfa: 16. ágúst 2004

Ágrip

Sex stöðubundin þríglýseríð sem öll innihalda hreina ómega-3 fjölómettaða fitusýru í miðstöðu og hreina mettaða miðlungslanga fitusýru í endastöðum voru útbúin með tveggja skrefa efnasmíð í háum hreinleika og heimtum. Í fyrra skrefinu var kyrrsettum Candida antarctica lípasa beitt við 0-4oC til þess útbúa staðhverfuhreint 1,3-díglýseríð úr glýseróli og viðeigandi vínyl ester sem asylgjafa. Í kjölfarið fylgdi svo hefðbundið lífrænt efnahvarf þar sem fjölómettuðu fitusýrunni var komið fyrir í miðstöðu með hjálp tengimiðils. Bæði skrefin gáfu af sér ágætar heimtur í öllum tilvikum.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2004/1/04/]