Móttekin: 22. janúar 2004 - Vefútgáfa: 16. ágúst 2004
Í þessari grein kemur ótvírætt í ljós mikilvægi kristalgreiningar og rúmefnafræði við útleiðslu á hvarfgangi. Í greininni er rakið hvernig tilraunir til hringstækkunar á bicycló[3.3.1]nónan-3-óni leiddu til óvæntrar basahvataðrar umröðunar upphafsefnisins. Nýtt myndefni var einangrað og einkennt með ítarlegri hjálp kjarnarófa. Í framhaldi af því var sett fram tilgáta um hvarfgang umröðunarinnar, en eftir kristalgreiningu á myndefninu kom í ljós að sá hvarfgangur gaf myndefni með ranga rúmefnafræði. Sagt er frá því hvernig rennt var stoðum undir endurbættan hvarfgang. Einnig er sagt frá fyrstu rannsóknum á efnafræði hinna nýju myndefna.
sækja grein (pdf) [raust.is/2004/1/03/]