Eirik Amundsen og Friðrik Már Baldursson

Móttekið: 18. júní 2002 - Vefútgáfa: 18. október 2003

Ágrip

Stjórnvöld víða um heim eru að undirbúa markaði fyrir svokölluð grænbréf til að stuðla að vinnslu raforku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, en grænbréf er staðfesting á því að orka hafi verið unnin á vistvænan hátt. Í greininni er sýnt að verð á grænbréfum sem byggjast á vindorku verður mjög sveiflukennt ef ekki er leyft að færa bréf milli ára. Verðsveiflurnar koma fram í sveiflum á raforkuverði. Sett er fram hermilíkan af grænbréfamarkaði með flutningi bréfa milli tímabila. Niðurstöður gefa til kynna að verslun með bréf milli tímabila myndi jafna sveiflur í verði að töluverðu marki, en þó mætti búast við einstökum verðtoppum í árum þegar vinnsla raforku úr vindi er í lágmarki. Búast mætti við líflegum viðskiptum með bréfin og við framboði á afleiðusamningum til áhættustjórnunar.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2003/2/10/]