Daníel Guðbjartsson

Móttekið: 15. mars 2003 - Vefútgáfa: 19. nóvember 2003

Ágrip

Venslagreining er mikið notuð aðferð við leit að meingenum. Aðferðin greinir tenglsaójafnvægi milli samsæta erfðamarka og sjúkdóms. Hefðbundin venslagreining einskorðast við samanburð á sjúklinga- og viðmiðunarhópum sem eru samansettir af óskyldum einstaklingum. Við setjum fram nálgunaraðferð sem tekur tillit til skyldleika sjúklinga og viðmiðunareinstaklinga og ræður við að greina vensl við erfðamarkaröð. Að auki sýnum við fram á að margfeldna sýndarlíkanið er markgildislíkan þegar tengslaójafnvægi við meingen minnkar, óháð sýndarlíkaninu á meingeninu sjálfu.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2003/2/08/]