Eggert Briem

Móttekin: 15. maí 2003 - Vefútgáfa: 4. september 2003

Ágrip

Í þessari grein er fjallað um föll sem verka með samskeytingu á rúm af föllum. Við ætlum nær eingöngu að fjalla um alhæfingu á setningu sem var sönnuð af J. Wermer árið 1963, sem segir að ef A er fallaalgebra á X og raunhluti A er lokaður gagnvart margföldun þá er A=C(X,R). Sú alhæfing sem hér er sett fram er ekki ný af nálinni, fyrsta sönnun birtist árið 1981. Aðferðirnar sem hér eru notaðar byggja á eldri hugmyndum, en einnig eru notuð svokölluð andsamhverf mengi sem gerir framsetninguna aðgengilegri. Aðferðirnar sem hér er lýst má síðan nota á fleiri verkefni um föll sem verka á hlutrúm.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2003/1/09/]