Hersir Sigurgeirsson

Móttekin: 17. maí 2003 - Vefútgáfa: 5. september 2003

Ágrip

Þessi grein er samantekt á helstu niðurstöðum doktorsritgerðar minnar. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað um tölulegar lausnir á líkönum sem lýsa hreyfingu agna í lofti eða vökva. Þróað er reiknirit sem leyfir að taka árekstra milli agnanna inn í slíka reikninga. Með flækjustigsgreiningu er sýnt fram á að í einföldum tilvikum er reikniritið eins skilvirkt og mögulegt er. Þá er sýnt, með tilraunum, að niðurstöður flækjustigsgreiningarinnar eiga einnig við í mörgum flóknari tilvikum. Í seinni hluta ritgerðarinnar er sett fram slembið líkan af iðustreymi og hreyfing agna í slíku iðustreymi skoðuð. Þar er sýnt að undir ákveðnum skilyrðum er líkanið slembið hreyfikerfi með slembið aðdráttarmengi. Lýst er hvernig reikna má þetta mengi tölulega og niðurstöður nokkurra slíka reikninga settar fram. Þá er reikniritið úr fyrri hluta ritgerðarinnar notað til að skoða áhrif árekstra á aðdráttarmengið.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2003/1/08/]